Af hverju að taka þátt?
Sýnum samfélagslega ábyrgð
Svarið er frekar einfalt…
Stúdentar á Íslandi eru 20.000
Aðgerðir gegn loftlagsbreytingum skipta stúdenta öllu máli
Þau fyrirtæki sem mæta gildum stúdenta, eru því fyrirtæki framtíðarinnar.
Stúdentar mæta fyrirtækjum framtíðarinnar með aukinni hollustu, aukinni sölu og með bættri ímynd.
Og kostirnir eru miklu fleiri…
Bætt ímynd
Fyrirtæki sem innleiða sjálfbærni sýna ábyrgð og skuldbindingu gagnvart samfélaginu og bæta um leið ímynd fyrirtækisins.
Betri rekstur
Sjálfbær hugsun eykur rekstrarvitund starfsmanna sem leiðir oftast til lægri rekstrarkostnaðar. Fyrirtæki nýta betur auðlindir sínar og minnka sóun sem skilar sér í betri rekstri.
Samvinna með öðrum
Sjálfbærni styrkir tengsl og eflir samstarf við fyrirtæki og stofnanir sem deila sömu markmiðum.
Vertu klár fyrir framtíðina
Fyrirtæki sem innleiða sjálfbærni strax eru betur undirbúin til að uppfylla nýjar reglugerðir þegar þær taka gildi.
Vertu betri birgi
Stærri fyrirtæki munu í auknum mæli krefjast þess að birgjar þeirra uppfylli sjálfbærniskröfur. Fyrirtæki sem innleiða sjálfbærni sýna viðskiptavinum sínum að þau bera sína ábyrgð á virðiskeðjunni
Lægri vextir á lánum
Fyrirtæki sem sinna sjálfbærni munu njóta betri lánskjara hjá íslenskum bönkum í framtíðinni.